Fyrir leikmenn
Hjá HS Management er markmið okkar að styðja íþróttafólk á öllum stigum ferilsins — bæði innan vallar og utan. Með áralanga reynslu á afreksstigi bjóðum við upp á markvissa, hagnýta þjónustu sem er sniðin að markmiðum hvers og eins.
Umboðsmennska og ráðgjöf
Persónuleg markmiðasetning fyrir ferilinn
Samskipti við félög og umsjón með félagaskiptum
Skipulag reynsluæfinga og markmiðasetning fyrir framtíðarskref
Markviss langtímastefna í uppbyggingu
Náin samvinna við fjölda félaga á Íslandi og á Norðurlöndum
Þjálfun fyrir afreksíþróttafólk
Íþróttasértæk styrktar- og þolþjálfun
Einstaklingsmiðuð þjálfun fyrir og á tímabili
Sérsniðin þjálfun byggð á leikstöðu
Myndbandsgreining og tæknileg leiðsögn til að bæta æfingatækni, hreyfigæði og líkamlega frammistöðu í ræktinni.
Stuðningur við líkamlega þjálfun eftir meiðsli – hjálp við endurkomu til keppni
Einstaklingsgreining á leik og endurgjöf
Full greining á leik þar sem einblínt er alfarið á þína frammistöðu.
Taktísk, tæknileg, líkamleg og andleg matsskýrsla til að bæta leikinn þinn.
Persónuleg aðgerðaráætlun eftir hverja greiningu.
Tveir persónulegir fjarfundir á mánuði til að veita endurgjöf
Opnið fyrir öll getustig — efnilega unglinga, akademíuleikmenn og atvinnumenn.
Næring og endurheimt
Sérsniðin ráðgjöf frá næringarfræðingi
Ráðgjöf um mataræði og þýðingu orkuefnana fyrir afköst og endurheimt
Fræðsla og stuðningur við að móta daglegar rútínur og heilbrigðar lífsvenjur fyrir íþróttafólk
Leiðsögn og stuðningur fyrir leikmenn í þróun
Persónuleg leiðsögn fyrir unga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku
Tengingar við reynda leikmenn fyrir innblástur og dýpri skilning á hvers er krafist í atvinnuumhverfi
Ráðgjöf og stuðningur fyrir leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsli eða áföll
Leiðsögn fyrir leikmenn sem eru að huga að þjálfun eða nálgast lok ferilsins
Hugræn þjálfun og vellíðan
Hugræn þjálfun: styrking sjálfstrausts, einbeitingar og seiglu
Hugarþjálfun og undirbúningur fyrir leik og úrvinnsla eftir leik
Leiðsögn um endurheimt og jafnvægi á milli æfingaálags og hvíldar
Stuðningur við endurkomu eftir meiðsli – hugrænn og líkamlegur undirbúningur fyrir keppni