Umboðsmennska og ráðgjöf

Styðjum við íþróttafólk

Hjá HS Management styðjum við við íþróttafólk á öllum stigum handboltaferilsins — ekki bara þá sem eru komnir á toppinn, heldur alla sem búa yfir metnaði, vinnusemi og áhuga.

Hvort sem þig dreymir um að fara út, langar að skipta um félag eða einfaldlega ert að reyna að átta þig á næsta skrefi, þá erum við hér til að hjálpa. Nálgun okkar er persónuleg, heiðarleg og til framtíðar. Við eltum ekki bara samninga — við byggjum upp ferilinn þinn.

Að finna rétt félag

Við aðstoðum þig með:

  • Að finna rétt félag, á réttu getustigi, á réttum tíma

  • Samningaviðræður og stuðning í kringum félagaskipti

  • Skipulag og ráðgjöf varðandi reynsluæfingar og heimsóknir

  • Leiðsögn, stefnumótun og áframhaldandi stuðning

  • Aðgang að tengslaneti okkar — allt frá þjálfurum til umboðsmanna og fyrrum atvinnumanna

Þú þarft ekki að vera landsliðsmaður til að vinna með okkur. Við trúum á möguleika, þróun og að veita fleira íþróttafólki tækifæri til að stíga næsta skref á ferlinum.

Förum næsta skref — saman.

Förum næsta skref — saman

Algengar spurningar

  • Alls ekki. Markmiðið okkar er að styðja við allt metnaðarfullt handboltafólk, óháð því á hvaða getustigi það er. Hvort sem þú vilt spila á Íslandi eða ert að undirbúa næsta stóra skref, þá erum við hér til að leiðbeina þér í gegnum ferðalagið.

  • Við bjóðum upp á heildrænan stuðning við þinn feril – allt frá langtíma markmiðasetningu og að finna rétta félagið fyrir þig, yfir í að sjá um félagaskipti,sjá um samningagerð og veita þér stefnumótandi ráðgjöf. Þetta er alhliða pakki, sniðinn að þínum þörfum.

  • Algjörlega. Við trúum á langtímaþróun þína. Hvort sem þú ert tilbúin(n) að færa þig á milli félaga eða einfaldlega vilt leiðsögn, hjálp með styrktaræfingar eða hjálp við að finna út þína leið, þá erum við hér til að styðja þig á hverju stigi ferilsins.